Hvað á að gefa þeim sem eiga allt?
Við erum með hugmynd! 💡
Gjafabréf Metó gilda fyrir allar hóptíma áskriftir, líka Metó mömmur!
Viltu æfa með okkur yfir hátíðarnar?
Tveggja vikna áskrift sem nær yfir alla tíma 22. des 2025 til 3. jan 2026.
Upplagt fyrir farfuglana sem koma til Eyja í fríinu 🐦

Allir Metabolic tímar eru hóptímar og fara fram í æfingasalnum okkar.
Allir tímar eru undir stjórn þjálfara sem stýrir tímanum allt frá upphitun í niðurlag.
Þjálfarinn stjórnar sameiginlegri upphitun fyrir allan hópinn og fer svo yfir æfingar dagsins með útskýringum.
Að æfingu lokinni leiðir þjálfarinn svo lokaæfingu sem við köllum Finisher þar sem iðkendur fá síðustu (og stundum erfiðustu) áskorun tímans.
Fyrir utan opnu hóptímana bjóðum við upp á mömmunámskeið.
Hjá okkur starfa einstaklingar sem hafa ástríðu fyrir þínum markmiðum. Við notum einungis hágæða búnað í þjálfun hjá okkur og erum alltaf að fjölga leiktækjum í salnum.
Við vinnum með hágæða æfingakerfi með vísindalegan bakgrunn. Það eru engar tilviljanir í kerfinu, hvorki í æfingavali né uppröðun.
Við viljum að þú upplifir þig sem hluta af samfélaginu okkar. Þannig áttu ekki að þurfa að stóla á einn vin eða vinkonu til að fara með þér á æfingu.